Fara í efni

Ævintýralegur barnamorgunn í Samkomuhúsinu

Komdu í Samkomuhúsið á ævintýralegan barnamorgun sunnudaginn 13. október. 


Mynd: Daníel Starras…
Komdu í Samkomuhúsið á ævintýralegan barnamorgun sunnudaginn 13. október.


Mynd: Daníel Starrason

Umskiptingar bjóða í skemmtilegt ferðalag um þjóðsagnaarf okkar Íslendinga á ævintýralegum barnamorgni í Samkomuhúsinu sunnudaginn 13 október. Lesnar verða sögur, sungnir söngvar og sprellað. Þjóðsagnapersónur úr barnasýningunni Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist mæta á svæðið.

Viltu hitta Marbendilinn, Möðru-Skottu og Valla-Móra eða jafnvel Húmskolluna? Komdu þá í Samkomuhúsið og vertu með! Barnamorgunninn er fyrir alla krakka á aldrinum 6-13 ára. Engin skráning. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

NORÐURORKA er styrktaraðili Barnamorgna Menningarfélags Akureyrar. Ekkert þátttökugjald er á Barnamorgnum.

Barnamorgunninn er í tengslum við nýju fjölskyldusýninguna Galdragáttin og Þjóðsagan sem gleymdist. Athugið að sýningar verða aðeins í október. HÉR er hægt að kaupa miða.

 

Til baka