Nemendur í leiklist kíktu á æfingu á Benedikt búálfi
25.02.2021
Hátt í hundrað nemendur Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar hafa í vikunni fengið að líta inn á æfingar á Benedikt búálfi í Samkomuhúsinu.
María Pálsdóttir skólastjóri LLA segir heimsóknina dýrmæta fyrir nemendur leiklistarskólans.
„Það er lærdómsríkt fyrir þau að sjá hvernig æfingar fara fram í atvinnuleikhúsi og sjá hversu margir starfa í kringum eina sýningu í tengslum við lýsingu, búninga, leikmynd, sviðshreyfingar, gervi og þess háttar. Það verður svo spennandi fyrir þau að sjá sýninguna fullbúna en flest eru þau staðráðin í að gera það,“ segir María.
Söngleikurinn Benedikt búálfur verður frumsýndur í Samkomuhúsinu 6. mars. Miðasala er í fullum gangi hér.