Boléro eftir Ravel í Hofi í nóvember
12.06.2024
Meistaraverkið Boléro eftir RAVEL verður flutt í fyrsta sinn í HOFI af stórri hljómsveit í túlkun meistara Bjarna Frímanns Bjarnasonar þann 24. nóvember.
Greta Salóme mun takast á við einn magnaðasta fiðlukonsert sögunnar eftir Shostakovich og frumflutt verður nýr konsert fyrir hljómsveit eftir hið ástsæla tónskáld Snorra Sigfús Birgisson. Verkið er samið sérstaklega fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er að hluta til byggt á þjóðlögum frá Norðurlandi.
Miðasala er hafin á mak.is!