Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur í Hofi
11.01.2022
Margmiðlunarsýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur opnar 15. janúar í Menningarhúsinu í Hofi. Sýninin er samstarfsverkefni kvikmyndagerðamannsins og sýningarstjórans Ólafs Sveinssonar, Landverndar og SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.
Sýningin fer fram á þremur stöðum á Akureyri, í Hofi, Amtsbókasafninu og verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Í texta sýningarstjóra kemur fram að í Hofi verða 35 ljósmyndir af svæðum sem ýmist er búið að raska með virkjunum.
„Flestir sem sjá þennan hluta sýningarinnar halda fyrst að þetta séu vandaðar náttúrulífsmyndir af fallegum stöðum, allt þar til þeir lesa upplýsingar sem eru á litlum spjöldum við hlið myndanna á íslensku og ensku.“
Sýningin í Hofi stendur til loka febrúar.