Ertu að leita að jólagjöf handa þeim sem allt eiga?
Ef þú ert að leita að jólagjöf handa þeim sem allt eiga þarftu ekki að leita lengur. Gjafabréf í leikhús eða á tónleika eru frábær gjöf!
Allir krakkar elska skrímslin úr bókunum um Litla skrímslið og stóra skrímslið. Sýningin verður frumsýnd í Hofi í janúar. Í miðasölu Hofs geturðu líka fengið vinsælu bækurnar hennar Áslaugar Jónsdóttur á aðeins 1500 kr stykkið. Sýningin er ætluð fyrir leikskólabörn og börn upp að tíu ára aldri og öll þau sem muna eftir bókunum.
Í febrúar verður tónverkið Pláneturnar eftir Gustav Holst flutt í heild sinni með sögumanni og myndasýningu í Hofi. Enginn annar er stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason ætlar að leiða áhorfendur í gegnum sögu plánetanna á meðan tilkomummiklu myndefni úr himingeimnum verður varpað upp.
Gjafabréf á sprenghlægilegu sýninguna And Björk, of course ætti að gleðja alla gleðipinna. Leikritið verður frumsýnt í Samkomuhúsinu í febrúar. Verkið er eftir Þorvald Þorsteinsson en með hlutverkin fara Jón Gnarr, Sveppi, Eygló Hilmarsdóttir, Arna Magnea Danks, Davíð Þór Katrínarson, María Heba Þorkelsdóttir og María Pálsdóttir.
Skoðaðu fleiri spennandi viðburði á mak.is