Fara í efni

Fiðla og fótstigið

Mozart á moldargólfi, Schubert í sauðskinsskóm, Liszt í lopapeysu, Händel með hangikjöti og Lully lundabaggi. Þetta eru brot af hugmyndum sem túlkaðar verða á tónleikunum. Flutt verður erlend tónlist framreidd af íslenskum alþýðusið í bland við íslensk og erlend þjóðlög.

Flytjendur koma fram í þjóðbúningum og leika á fiðlu og harmóníum. Markmið tónleikanna er að viðhalda gamalli hefð, en hljóðfærin tvö hafa skipað stóran sess í alþýðutónlist Íslendinga um langt skeið. Einnig verða klassísk verk kynnt á aðgengilegan máta fyrir áheyrendum og sett í nýjan búning. Hluti tónlistarinnar verður fluttur í gömlum danstöktum, eins og t.d. polka, ræl og vals, og verður tónleikagestum að sjálfsögðu boðið að dansa í takt við tónlistina

Að tónleikunum loknum verður tónleikagestum boðið upp á hangikjöt og mjöð (maltöl).

Miðaverð er kr. 2000
Frítt fyrir 16 ára og yngri, öryrkja og eldri borgara.

Miðasalan fer fram á vefnum og einnig er hægt að kaupa miða á tónleikakvöldi, miðasalan er opin frá kl. 18.

Til baka