Fara í efni

Fíflið mætir í Samkomuhúsið um helgina

Karl Ágúst Úlfsson mætir með kveðjusýningu sína  FÍFLIÐ í Samkomuhúsið um helgina. 

Í sýningunni Fíflið kynnumst við hirðfíflum allra tíma og heimshluta og rýnum í samband fíflsins og valdsins. Eru það verstu harðstjórarnir sem ekki þola að skopast sé með þá? Er fíflinu bókstaflega ekkert heilagt? Getur fíflið haft raunveruleg áhrif á rás sögunnar og eru fíflið og kóngurinn ef til vill ein og sama persónan þegar allt kemur til alls?

Karl Ágúst Úlfsson hefur brugðið sér í allra kvikinda líki í íslensku menningarlífi og meðal annars gegnt hlutverki fíflsins við hirð þeirra sem stjórna samfélagi okkar. Í þessu verki setur hann eitt og annað í nýtt og óvænt samhengi, en þar kemur 40 ára reynsla hans sem samfélagsrýnir, höfundur og sviðslistamaður í góðar þarfir.

 

HANDRIT: Karl Ágúst Úlfsson

LEIKSTJÓRN: Ágústa Skúladóttir

TÓNLIST: Eyvindur Karlsson

LEIKMYND OG BÚNINGAR: Guðrún Öyahals

LÝSING: Ólafur Ágúst Stefánsson

FLYTJENDUR: Karl Ágúst Úlfsson og Eyvindur Karlsson

 

Sýningin hefur fengið flotta dóma. Hér eru brot úr gagnrýni:

„Það er náttúrulega alltaf gaman að horfa á Karl Ágúst koma fram því hann er með svo fallega nærveru á sviði og Eyvindur er enginn eftirbátur föður síns.“

E.H.G. Víðsjá

 

„Karl Ágúst hefur búið til verk sem er troðfullt af kaldhæðni, pabbabröndurum og meira að segja prumpubröndurum.“

E.H.G. Víðsjá

 

„Hann sýnir okkur hversu mikilvægur húmorinn er okkur og hversu dýrmætur hann sjálfur hefur verið í íslensku listalífi.“

E.H.G. Víðsjá

 

„Það voru skemmtilegustu áhrif verksins, þegar áhorfendaskarinn sat og hló að sjálfum sér. Þau áhrif getur einungis alvöru hirðfífl framkallað.“

E.H.G. Víðsjá

Til baka