Fara í efni

Fjögurra stjörnu frammistaða

Menning Morgunblaðsins hefur ritað dóm um Litlu Hryllingsbúðina og gefur uppsetningunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

Þorgeir Tryggvson ritar dóminn og er sérlega hrifinn af aðalleikurunum tveimur, þeim Kristni Óla og Birtu Sólveigu, þar segir hann að túlkun Kristinns á Baldri sé skilað á trúverðugan en þó kröftugan og kómískan hátt. Birta Sólveig segir hann að sé hreint stórkostleg Auður, hún nái að smellhitta kómískar replikkur þegar þarf og þar fyrir utan leyfa raunverulegri, kúgaðari, sálfræðilega sannfærandi persónu með brotna sjálfsmynd að skína í gegn. „þessi persónusköpun skín í gegnum kaldhæðna staðalmyndablæinn sem lagt er upp með af höfundunum og er dýrðlegt að sjá“

Varla er hægt að fá betri rýni en þetta þegar kemur að frumraun í aðalhlutverki hjá atvinnuleikhúsi.

Einnig er Þorgeir mjög ánægður með „fumlausa“ og „skemmtilega“ samvinnu Jennýar Láru og Bergs Þórs Ingólfsson en í sameiningu túlka þau mannætuplöntuna Auði II. Jenný sem stjórnandi hreyfinga og Bergur sem röddin.

Með þessum dómi halda lof um uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Litlu Hryllingsbúðinni áfram að streyma í netheimum og á prentmiðlum. Áður hafði Akureyri.net talað um Hryllilega skemmtilega Hryllingsbúð hjá LA og á samfélagsmiðlum fjölgar stöðugt jákvæðum ummælum um þennan skemmtilega söngleik.

Til baka