Fjölbreytt vetrardagskrá - Miðasala að hefjast
Á meðal nýjunga í vetur eru kvikmyndasýningar í Hamraborg þar sem Bíó Paradís mun í samstarfi við KvikYndi (Kvikmyndaklúbb Akureyrar) sýna sígildar kvikmyndir á breiðtjaldi í bestu mögulegu hljómgæðum og færa þannig andrúmsloft kvikmyndanna í Hof.
Útvarpsþátturinn Gestir út um allt sem vann hylli hlustenda um allt land sem og áhorfenda í sal síðasta vetur hefur göngu
sína á ný í lok ágúst þegar að Margrét Blöndal og Felix Bergsson taka á móti góðum gestum. Aðalgestur
í þessum fyrsta þætti er Eyjólfur Kristjánsson og leynigesturinn á eftir að koma skemmtilega á óvart.
Ábarnamorgnumí vetur verður tekið vel á móti yngstu kynslóðinni með ævintýralegri dagskrá og
barnamenningarhátíðinBörnfyrirbörn verður áfram á sínum stað.
Nánari upplýsingar um dagskrá vetrarins er að finna á viðburðarsíðu. Athugið
að listi yfir viðburði er ekki tæmandi og nýir viðburðir geta bæst við.
Áskriftarkort Hofs –nýtt í vetur
Nýjung í starfsemi Hofs þennan veturinn eru áskriftarkort þar sem fólk getur sett saman sína eigin dagskrá. Þrjár tegundir af áskriftarkortum eru í boði - Klassíska kortið, Brot af því besta og Dúndur - og velja gestir það kort sem fellur best að þeirra smekk. Nánari upplýsingar um áskriftarkortin er að finna hér.
Miðasala Hofs hefur opnað á ný eftir sumarfrí og er opin alla virka daga frá 13-19. Miðasala á vefnum er opin allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar má fá í síma 450 1000 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið midasala@menningarhus.is.
Sjáumst í Hofi!