Fara í efni

Fjölbreyttur febrúar

Það er nóg um að vera það sem eftir lifir febrúar í Hofi og Samkomuhúsinu. Gestasýningarnar Fúsi og Óbærilegur léttleiki knattspyrnunar eru ólíkar en báðar mjög skemmtilegar á sinn hátt. Raftónlistarlistamaðurinn Spacement er ungur tónlistarmaður á Akureyri sem vert er að veita athygli og svo verður Led Zeppelin ein stærsta hljómsveit rokksögunnar heiðruð á tvennum tónleikum af frábæru listafólki í Hofi.

Fúsi sló í gegn á sýningunum sem voru settar upp hjá Leikfélagi Akureyrar fyrstu helgina í febrúar. Hann ásamt fríðu föruneyti leikara náði að kalla fram allar þær tilfinningar sem gott leikhús getur kallað fram. Viðbrögð við sýningunum voru slík að bætt var við aukasýningu og eftir að sú sýning seldist upp var bætt við auka aukasýningu.

Fimmtudaginn 20. Febrúar og föstudaginn 21. Febrúar verður leikurinn endurtekinn og stefnir í húsfylli báða dagana.

LEIKARAR:
Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Agnar Jón Egilsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Egill Andrason​

Í lok mánaðar kemur gestasýningin Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar í Samkomuhúsið.

Þessi sýning hefur slegið í gegn í borginni og hefur áhugafólk um knattspyrnu jafnt við þau sem engan áhuga hafa á knattspyrnu skemmt sé konunglega. Sögusviðið er sófinn þar sem Doddi, ný fráskilinn og Óli Gunnar yngri bróðir hans ásamt kærasta barnsmóður Dodda og söngvaranum Valdimar lenda í óútreiknanlegri atburðarás sem spannar 90 mínútur.

LEIKARAR: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Valdimar Guðmundsson​

Fös. 28. feb. kl. 20.00

Lau. 1. mars. kl. 20.00

Fyrsti viðburður ársins sem styrktur er af Verðandi liststjóði er Kærleikur og kvíði, útgáfutónleikar með raftónlistar-listamanninum Spacement (Agnar Forberg). Kærleikur og kvíði er önnur plata listamannsins Spacement. Lögin eru fjölbreytileg með alls konar þemu, allt frá fuglasöng til ástarsorgar og alls konar þar á milli. Platan hefur verið í smíðum í nokkur ár.

VERÐANDI er listsjóður er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.

Fös. 28. feb kl. 20.00

Led Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Þeir eru meðal mest seldu listamanna heimsins og hafa selt um 300 milljón platna á heimsvísu. Allar níu stúdíóplötur sveitarinnar komust á topp 10 á Billboard vinsældalistanum og 6 þeirra alla leið í fyrsta sæti. Á þessum heiðurstónleikum spila The Vintage Caravan, ein kraftmesta tónleikasveit landsins, ásamt Matta Matt, Eyþóri Inga, Stefaníu Svavars og Degi Sigurðssyni bestu lög þessarar frábæru hljómsveitar.

Lau. 1. mars kl. 17.00 & 20.00

Til baka