Fjölskylduferð á skódanum
Ingimar Eydal var fæddur 20. október 1936 og hefði því orðið 75 ára á þessu ári hefði hann lifað. Í tilefni
þess verða haldnir tónleikar í Hofi á Akureyri, laugardaginn 22. október kl. 20 (uppselt) og sunnudaginn 23. október kl. 16 (örfá
sæti laus).
Aukatónleikar 22. október kl. 23 komnir í sölu!
Yfirskrift tónleikanna er “Fjölskylduferð í Skódanum” sem er tilvísun í brandara sem gjarna var sagður af Ingimari en vísar
líka til þess að þessir tónleikar munu líklega sýna fleiri hliðar á Ingimari en áður hafa komið fram og eiginlega
ómögulegt að sjá fyrir um hvað gerist í þessari ferð á Skódanum.
Tónlistar og hljómsveitarstjóri verður Karl Olgeirsson og með honum verður sannkallað stórskotalið eða þeir Gunnar Gunnarsson,
Jón Rafnsson, Sigurður Flosason, Hannes Friðbjörnsson og Jón Elvar Hafsteinsson. Það eru svo þau Guðrún Gunnarsdóttir og Stefán
Hilmarsson sem sjá um söng ásamt Ingu Eydal og Ingimari Birni Davíðssyni. Heiðursgestir verða svo söngvararnir ástsælu Helena
Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson.
Kynnir verður Margrét Blöndal og mun hún með aðstoð sviðsgaldra ýmis konar leiða gesti inn í heim tónlistarinnar og þess andrúmslofts sem fylgdi þessum einstaka og dáða listamanni á lífsleiðinni. Andrúmslofts sem einkenndist af elskulegheitum og glaðværð. Víða verður komið við, rifjuð upp tónlist frá ýmsum æviskeiðum Ingimars, ef til vill sagðar af honum ein eða tvær sögur og ferðast svolítið með tímavélinni um gömlu Akureyri, þegar við áttum “Lindu, Kea, Amaro og SÍS”.