Fara í efni

Fjórir ráðnir í Menningarhúsið Hof – 150 umsóknir bárust

Magnús Viðar Arnarsson hefur verið ráðinn í starf umsjónamanns fasteignar. Magnús hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar frá árinu 1998 en hann er húsasmíðameistari og löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður að mennt.
Í starf tæknistjóra var Einar Karl Valmundsson ráðinn.  Einar hefur víðtæka reynslu af vinnu í tengslum við ljós og hljóð en hann hefur einnig unnið mikið fyrir sjónvarp.  Síðustu ár hefur Einar unnið hjá Sense þar sem hann hefur þjónustað ráðstefnur og fjölda annarra viðburða.
Heiðrún Grétarsdóttir var ráðin í starf markaðsfulltrúa. Heiðrún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og er nú í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við verkfræðideild Háskóla Íslands. Heiðrún hefur víðtæka reynslu í markaðsmálum og verkefnastjórnun, m.a. í starfi markaðsráðgjafa á auglýsingastofu og hjá Nikita Clothing.
Ingileif Axfjörð var ráðin til starfa í móttöku og miðasölu. Ingileif hefur fjölbreytta reynslu af afgreiðslu og þjónustustörfum nú síðast hjá Átaki heilsurækt.

 

 

Menningarhúsið Hof verður opnað 27. ágúst 2010 og munu starfsmenn hefja störf nú á sumarmánuðum.

 

 

Til baka