Fara í efni

Flakkið

Silfurtunglið býður upp á ókeypis söngleikhús!

Stórsöngkonan Andrea Gylfa syngur lög eftir Kurt Weill.  Þorvaldur Örn sér um tónlistina og fær til sín góða gesti frá Tónak til að krydda kvöldið.  Leikararnir Gestur Einar, Skúli Gauta og Sunna Borg lesa upp ljóð eftir Berthold Brecht milli laga og Jón Gunnar tekur dagskánna saman.

Þetta er skemmtun sem enginn listunnandi ætti að láta framhjá sér fara, og  kostar ekki krónu!

Bertolt Brecht var eitt af áhrifamestu leikskáldum 20. aldar. Hann þróaði nýja tegund leikhúss sem hann kallaði epískt leikhús. Hann er einna þekktastur fyrir Túskildingsóperuna.
 
Söngleikhúsið:
Í verkum hans notast hann við klippingu þar sem framvindan er skyndilega rofin með söngatriðum.
 
Kurt Weill (1900-1950) er fyrst og fremst þekktur fyrir leikhústónlist sem hann samdi fyrir leikverk Bertolts Brechts í Þýskalandi á þriðja áratug tuttugustu aldar og í upphafi þess fjórða. 
 
Saman sömdu þeir m.a; Túskildingsóperuna, Mahagonny og Happy End.

Áhorfendur eru hvattir til að tryggja sér fría miða í miðasölu Hofs frá og með föstudeginum 17. febrúar kl. 13.

Til baka