Flakkið - nýr viðburður í sölu
29.10.2011
Listamenn taka sig saman og rifja upp listasöguna í gegnum listmiðlana þrjá; tónlist, leiklist og myndlist.
Miðasala í Hofi en einnig er hægt að kaupa miða á vefnum.
Leikarar frá Silfurtunglinu og Leikfélagi Akureyrar leiklesa brot úr Villiöndinni eftir Henrik Ibsen, Fröken Júlíu eftir August Strindberg og Kirsuberjagarðinum eftir Anton Chechov. Nemendur Myndlistarskólans á Akureyri teikna upp leikmynd fyrir verkin og þeim varpað upp og nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri leika tónlist í takt við verkin.
Flakkið er samstarfsverkefni Hofs, Silfurtunglsins, Leikfélags Akureyrar, Tónlistarskólans á Akureyri, Myndlistarskólans á Akureyri og Bandalags íslenskra leikfélaga.Miðasala í Hofi en einnig er hægt að kaupa miða á vefnum.