Fara í efni

Flensborgarkórinn

Flensborgarkórinn er hafnfirskur kór ungs fólks á aldrinum 18-30 ára undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Kórinn var stofnaður árið 2008 af fyrrverandi meðlimum Kórs Flensborgarskólans.

Efnisskrá Flensborgarkórsins á þessum tónleikum er mjög fjölbreytt þar sem erlend kórverk eru fyrirferðarmeiri en þau íslensku. Mörg erlendu verkanna hafa ekki oft verið flutt á Íslandi áður og má þar nefna ástralska frumbyggjasögu með tilheyrandi frumskógarhljóðum.

Meðal höfunda verka á efnisskrá má nefna Knut Nystedt, Cyrillus Kreek, Vytautas Miškinis, Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Hafstein Þráinsson einn meðlima kórsins en verk hans Vonir var frumflutt af kórnum í maí s.l.

Af þeim verkefnum sem kórinn hefur tekið þátt í má nefna kóramót í Serbíu 2011 og kórakeppni í Pétursborg í Rússlandi 2010 þar sem kórinn vann til gullverðlauna í flokki blandaðra kóra. 

Til baka