Fara í efni

Forsölu að ljúka á Aðventuveislu SN

Búast má við glæsilegri dagskrá en stórsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Sigríður Thorlacius munu syngja saman ásamt stúlknakór á tónleikunum.

Kristján hefur skapað sér sess sem einn allra fremsti dramatíski tenór okkar tíma og er fæddur og uppalinn á Akureyri. Sigríður er landsþekkt fyrir seiðandi söng sinn og fallega sviðsframkomu m.a. með hljómsveitinni Hjaltalín.

Það stefnir í mjög góða aðsókn í Aðventuveislu SN.  Nánast uppselt er á fyrri tónleikana og er fólk því hvatt til að tryggja sér tímanlega sæti á þá seinni.

Sérstök athygli er vakin á því að miðaverð er 3.600 kr. í forsölu en henni lýkur 4. nóvember og þá er miðaverð 4.900 kr.

 Á efnisskrá verða m.a. lögin Jólakötturinn, Sleðaferðin,Geso Bambino og Ó helga nótt.

Ljóst er að glæsilegir og spennandi tónleikar eru í vændum hjá SN sem munu án efa leiða áheyrendur inn í aðventuna á ljúfum og fallegum nótum.

Nánari upplýsingar hér og í miðasölu Hofs s. 450 1000.

Til baka