Forsölutilboð á Skugga Svein að klárast
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Skugga Svein á sérstöku forsölutilboði. Ef þú kaupir miða á leikritið fyrir 11. nóvember færðu 25% afslátt og miðann á 4425 kr í stað 5900 kr.
Leikfélag Akureyrar frumsýnir Skugga Svein í janúar 2022. Miðar á verkið eru því tilvalin jólagjöf.
Skugga Sveinn, eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson, var eitt þekktasta og vinsælasta leikverk á Íslandi um áratuga skeið og litríkar persónur þess, Grasa Gudda, Gvendur smali og Ketill skrækur hafa lifað með þjóðinni og tekið sér bólfestu í hjarta hennar. Hér er verkið í nýrri og bráðskemmtilegri útgáfu um þennan þekktasta útlaga Íslands og baráttu hans við laganna verði. Með hlutverk Skugga Sveins fer Jón Gnarr.
Leikstjóri: Marta Nordal
Leikgerð: Marta Nordal og leikhópurinn
Leikmynd: Kristján Garðarsson
Búningar: Björg Marta Gunnarsdóttir
Tónsmíði og tónlistarútsetningar: Sævar Helgi Jóhannsson
Söngtextar: Vilhjálmur B Bragason
Ljósahönnuður: Ólafur Ágúst Stefánsson
Sýningarstjóri: Þórunn Geirsdóttir
Hljóðhönnuður: Gunnar Sigurbjörnsson
Leikarar: Jón Gnarr, Björgvin Franz Gíslason, Sunna Borg, María Pálsdóttir, Árni Beinteinn Árnason, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Vilhjálmur B Bragason
Sviðsstjóri: Jasmína Woyjtola
Aðstoð við smíði leikmyndar: Einar Rúnarsson