Fara í efni

Forsölutilboð á úrval viðburða hefst í dag

Það er því um að gera fyrir þá sem vilja skipuleggja menningarveturinn framundan tímanlega og verða sér út um miða á góðum stað á góðu verði að kynna sér forsölutilboðið.

Yfirlit yfir viðburði


Á meðal viðburða sem verða á dagskrá í vetur eru heimsóknir frá bæði Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Þjóðleikhúsið kemur norður með sýninguna Englar Alheimsins sem sló rækilega í gegn síðasta vetur. Borgarleikhúsið heimsækir Hof með tvær sýningar annarsvegar Jeppa á Fjalli eftir Holberg með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki og hinsvegar Óskasteina eftir Ragnar Bragason, en sýningin Gullregn eftir Ragnar sló rækilega í gegn í Borgarleikhúsinu á síðasta ári. Hinn eini sanni Laddi kitlar hláturtaugarnar í sýningunni Laddi lengir lífið og félagarnir í Mið-Íslandi stíga á stokk í september.

Fjölmargir tónleikar verða á dagskrá í vetur og á meðal listamanna sem fram koma eru KK, Jón Ólafsson, Friðrik Ómar, Gunnar Þórðarson, Baggalútur, Björg Þórhallsdóttir, Jónas Ingimundarson, Stefán Hilmarsson, Eivör Pálsdóttir, Magni Ásgeirsson og Eyþór Ingi, Óskar Pétursson og margir fleiri.

Til baka