Fara í efni

Frá Bandaríkjunum til Íslands

“Frá Bandaríkjunum til Íslands” er heiti á tónleikum sem haldnir verða í Hömrum miðvikudaginn 14. mars kl 20:00.

Þar koma fram bandaríski flautuleikarinn Linda Chatterton og píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir. 

Á tónleikunum verða flutt öndvegisverk ólíkra bandarískra tónskálda eins og  Chen Yi, Kenji Bunch, Paul Shoenfield og Tania León. Þær munu einnig leika Þrjár Andrár eftir Atla Ingólfsson og auk þess verður efnisskráin römmuð inn með Sónötu í E dúr eftir J. S. Bach og Carmen Fantasy Suite eftir Francoise Borne.


Til baka