Fara í efni

Frá Gervitungli til Geirmundar

Hof er heldur betur að sanna sig sem hús fjölbreytileikans þessa dagana.

Um síðustu helgi voru risa rokk-sinfóníu tónleikar með Dimmu og SinfoniaNord, á sama tíma voru funda-og veislusalir þéttsetnir og mikil gleði í húsinu. Nánast áður en síðasti rokktónninn þagnaði hófst 5 daga alþjóðlegur vinnufundur um hönnun og smíði á nýrri tegund gervitungls.

Í dag funda stjórnendur í öldrunarþjónustu í húsinu, á laugardag fer fram hluti af A! Gjörningahátíð þegar Magnús Helgason verður með gjörning sem aldrei hefur verið framkvæmdur áður. Á sunnudaginn eru tónleikar á vegum Tónlistarskólans á Akureyri í Hömrum samhliða stórtónleikunum Geirmundar Valtýssonar - 80 ár í syngjandi sveiflu þar sem velvaldir söngvarar og hljóðfærleikarar flytja öll hans vinsælustu lög.

Þessu næst tekur svo við þriggja daga alþjóðleg ráðstefna í næstu viku ásamt fleiri fundum. Tónlistarviðburðurinn Klang og blang fer fram í Svarta kassanum, fimmtudagskvöldið 17. október, sem styrktur er af VERÐANDI listsjóð, og myndlistakonan Rebekka Kühnis mun opna myndlistasýningu sína Hverfullt föstudagin 18. október.

 

Það er því ekki ofsögum sagt að nóg sé um að vera í húsinu og viðburðirnir skemmtilega fjölbreyttir nú sem endra nær.

 

Til baka