Franz Schubert: Die schöne Müllerin
02.10.2011
-
02.10.2011
Báðir stunda þeir nám við Hanns Eisler tónlistarskólann í Berlín.
Ljóðaflokkurinn er ásamt Vetrarferðinni, sá frægasti sem Schubert samdi. Flokkurinn fjallar um ungan mann sem verður ástfanginn af Malarastúlku, og reynir með hjálp „vinar síns“, sem er Lækur, að heilla stúlkuna. Það reynist honum hinsvegar erfitt.
Bjarni og Benedikt hófu sitt samstarf í apríl á þessu ári. Þeir hafa sótt námskeið hjá hinum virta meðleikara Prof. Irwin Gage, og stefna á áframhaldandi samstarfi með honum. Þeir fluttu svo sína fyrstu tónleika í íslenska sendiráðinu í Berlín í júlí síðastliðnum, þar sem efnisskráin var samansett úr íslenskum lögum og Schubert.