Fara í efni

Friðrik Dór, Jón Jónsson, Óskar Pétursson og Njála á hundavaði

Það er svo skemmtileg helgi framundan í Hofi og Samkomuhúsinu! 

Njála á hundavaði er sýnd í kvöld og annað kvöld en nú eru aðeins fimm sýningar eftir og því um að gera að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða á mak.is. 

Í kvöld í Hofi fara fram tónleikarnir Af fingrum fram með Jóni Ólafssyni þar sem hann tekur á móti bræðrunum Friðriki Dór og Jóni Jónssyni. Þeir bræður rifja upp frábæran tónlistarferil í söng og spjalli og það má bóka að það verður mikið hlegið þetta kvöld. Enn eru lausir miðar á mak.is. 

Á laugardag og sunnudag er komið að Óskari Péturssyni Álftagerðisbróður til að halda hvorki meira né minna en þrjá tónleika í tilefni sjötugs afmælis síns. Óskar verður ekki einn á ferð því bræður hans frá Álftagerði, þeir Pétur og Gísli, munu að ekki láta sitt eftir liggja og mæta í öllu sínu veldi og auk þess mun Guðrún Gunnarsdóttir láta ljós sitt skína að ógleymdu bestu sonum Skagafjarðar í Karlakórnum Heimi undir styrkri stjórn Stefáns R. Gíslasonar. Það eru örfáir miðar eftir á tónleikana á laugardeginum en fleiri á sunnudeginum. Kíktu á mak.is til að kaupa miða því þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af.

 

Til baka