Frumflutningur!
Á efnisskránni verða einnig Sinfónía nr. 7 eftir Beethoven og forleikurinn Fingalshellir eftir
Mendelssohn.
Peter Máté er af ungversku bergi brotinn en hann var fæddur í Rožňava í
Tékkóslóvakíu. Hann stundaði píanónám frá ungum aldri og lauk kennaraprófi frá Konservatoríunni í Košice og einleikara- og mastersgráðu úr Tónlistarakademíunnni í Prag. Á námsárunum
vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum. Peter hefur verið búsettur á Íslandi
frá árinu 1990, fyrst á Stöðvarfirði svo Álftanesi og loks í Kópavogi. Hann hefur starfað við marga skóla en kennir nú
við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Peter hefur haldið fjölda einleikstónleika, leikið einleik með
ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum.