Full hús
Síðustu daga hefur heldur betur verið húsfyllir í boði Menningarfélags Akureyrar.
Dimma, söngsveitin Fílharmónía, Kammerkór Norðurlands og SinfoniaNord fylltu Hof og sprengdu næstum því þakið af húsinu með magnaðari rokk sinfóníu og viku seinna gerðu þau það sama í stóra sal Hörpu í Reykjavík. Þá sömu helgi var húsfyllir í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem Leikfélag Akureyrar sýndi Litlu Hryllingsbúðina föstudag og laugardag.
Viðtökur voru frábærar og munu sýningar á Litlu Hryllingsbúðinni halda áfram út nóvember en þá tekur við jólaleikritið Jóla Lóla. Eins verður stórviðburður í Hofi þann 24. Nóvember þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflytur tvö íslensk tónverk, eitt eftir Daníel Bjarnason og annað eftir Snorra Sigfús Birgisson. A sama viðburði mun Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja Boléro eftir Ravel og Greta Salóme mun takast á við einn magnaðasta fiðlusóló klassíska heimsins, Violin Concerto No. 1 eftir Shostakovich.
Það er því heilmikið um að vera á vegum Menningarfélagsins og er þá ótaldir allir aðrir viðburðir sem framundan eru í Hofi.
Hægt er að tryggja sér miða á alla viðburði framundan á www.mak.is