Fara í efni

Fullorðin snýr aftur í Hof

Gamanleikurinn Fullorðin hefur aftur göngu sína í Menningarhúsinu Hofi í ágúst! Sýningin fjallar um það skelfilega hlutskipti okkar að verða fullorðin og misheppnaðar tilraunir til að sannfæra aðra um að við séum það. Leikara eru Vilhjálmur B Bragason, Birna Pétursdóttir og Árni Beinteinn og leikstjórar eru Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Marta Nordal.

Sýningin sló eftirminnilega í gegn í byrjun árs en hér eru dæmi um ummæli gesta:

„Mjög hnyttin, kjarngóð, kraftmikil og skemmtileg sýning.“

„Bráðfyndið um stundum pínlegar hliðar þess að verða fullorðinn. Birna vinnur leiksigur.“

„Þessi sýning sko. Ef þig langar að hlægja mjög mikið á stuttum tíma.“

„Frábær sýning í alla staði.“

 

Næstu sýningar:

20. ágúst kl. 21

27. ágúst kl. 21

9. september kl. 20

10. september kl. 21

Miðasala í fullum gangi á www.mak.is. Tryggðu þér og vinahópnum miða strax ef þið viljið hlæja saman í klukkutíma. 

 

Til baka