Fara í efni

Fúsi slær í gegn í Samkomuhúsinu

Leiksýningin Fúsi – aldur og fyrri störf var sýnd tvisvar um nýliðna helgi og í bæði skiptin fyrir fullu húsi. Viðbrögð við leiksýningum hafa varið með ólíkindum og er greinilegt að saga Fúsa er að snerta huga og hjörtu áhorfenda á margvíslegan hátt. Lof á samfélagsmiðlum byrjaði að birtast nánast strax eftir föstudagssýninguna og eru enn að koma fram frá ánægðum áhorendum.:

"Þvílík og önnur eins upplifun!! mennskan, kærleikurinn, fegurðin, húmorinn og sagan hans Fúsa í mögnuðum kokteil" -María Pálsdóttir

"Það er einfaldlega ekki hægt að fara nægilega fögrum orðum um þessa sýningu." Sindri Swan

""Í fljótu bragði er það aðeins leiksýningarnar "Fyrst er að fæðast" og "Jesú litli" sem hafa tætt upp brjóstið á mér og sprengt tilfinningaskalann, eins og "Fúsi", þvílík dásemd" - Oddu Bjarni

Sökum þessara viðbragða og fjölda anarra hefur verið ákveðið að setja upp aukasýningu fimmtudaginn 20. febrúar og stefnir allt í að sú sýning verði einnig uppseld þar sem miðar hafa rokið út á þeim stutta tíma sem sú sýning hefur verið í sölu. Því er um að gera að hafa hraðar hendur og næla sér í miða á þessa einstöku sýningu.

KAUPA MIÐA

Til baka