Fara í efni

Gestir út um allt

Gestir út um allt er nýr skemmtiþáttur sem hóf göngu sína á Rás 2 í lok janúar.  Þátturinn, sem verður á dagskrá síðasta sunnudag í mánuði, verður sendur út í beinni útsendingu af stóra sviðinu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson taka á móti gestum ásamt dúettnum Hannesi og Helga og hljómsveit Hjörleifs Jónssonar en hana skipa Hjörleifur Örn Jónsson, Daníel Bjarnason, Matti Saarinen og Eiríkur Bóasson.

Það verða frábærir listamenn sem koma í heimsókn í Gestum út um allt. 

Þá eru áhorfendur velkomnir í salinn í Hofi og munu taka virkan þátt í gleðinni.  Það kostar ekkert inn nema löngun til að hafa það skemmtilegt.

Gestir út um allt, síðasta sunnudag í mánuði frá 13-15 á Rás 2.

Til baka