Fara í efni

gímaldin flytur Hetfield píanó proekt á föstudaginn

Getur hnitanetaður og óskeikandi metalgítarriþmi Jamesar Hetfields fundið samleið með flæðandi, síbreytilega svarandi og ofur dýnamísku klassísku píanói?

gímaldin hyggst svara því með 10 nýjum sönglögum sérstaklega útsettum fyrir þetta form föstudagskvöldið, 8. september, þegar gímaldin flytur Hetfield píanó proekt í Svarta kassanum í Hofi.

Um er að ræða tilvistar- og aðferðafræðilega raun um eðli tónlistar.

Pálmi Sigurhjartarson sér um undirleik á píanó en gímaldin er Gísli Magnússon. gímaldin er pródúsent og fjölhljóðfæraleikari sem hefur komið fram og gefið út tónlist um árabil, bæði einn sem gímaldin og líka með ýmsum hljómsveitum, og dúettum.

Frekari upplýsingar má finna hér:

http://gimaldin.org/?page_id=141

 

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóði sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.

Styrkþegar VERÐANDI 2023-2024 verða með eftirfarandi viðburði í Hofi:

gímaldin flytur Hetfield Píanó-próekt Svarti kassinn 8. september 2023

ÞAU taka Norðurland Svarti kassinn 26. október 2023

Úr öllum áttum Hamrar 20. janúar 2024

Leitin að regnboganum Hamrar 21.janúar 2024

Úr tóngarðinum Hamrar 15. mars 2024

Hér á ég heima Svarti kassinn 5. apríl 2024

Ástarsæla Hamrar 19. apríl 2024

Vortónleikar Hljómsveitar Akureyrar Hamraborg 11. maí 2024

Íslenskar JAZZ perlur Svarti kassinn 13. júní 2024

 

Allar nánari upplýsingar má finna mak.is

Til baka