Gjafabréf á Chicago og Nýárstónleika SN eru frábær jólagjöf
Þú færð fallegu gjafabréfin á söngleikinn Chicago og Nýárstónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í miðasölunni í Hofi! Gjafabréfin eru tilvalin jólagjöf handa þeim sem þér þykir vænt um.
Söngleikurinn Chicago verður frumsýndur í Samkomuhúsinu 27. janúar. Með aðal hlutverkin fara Jóhanna Guðrún, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Björgvin Franz Gíslason. Leikstjóri er Marta Nordal.
Glæsilegu nýárstónleikarnir fara fram undir stjórn Daníels Þorsteinssonar en þar koma fram stórsöngvararnir Þóra Einarsdóttir, Andri Björn Róbertsson, Hanna Dóra Sturludóttir og Dagur Þorgrímson. Sérstakur gestur er Gísli Rúnar Víðisson. Tónleikarnir fara fram í Hofi 14. janúar.
Gjafabréf á viðburðina eru tilvalin jólagjöf handa þeim sem þér þykir vænt um!
Miðasalan í Hofi er opin fyrir hátíðarnar eins og hér segir:
21. desember kl. 13-20.
22. desember kl. 13-16.
23. desember kl. 12-20.
LOKAÐ milli jóla og nýárs.
Miðasalan er opin allan daginn á mak.is. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á midasala@mak.is og hringt í síma 450-1000.