Gjafabréf til sölu á Glerártorgi
Menningarfélag Akureyrar verður með bás á Glerártorgi frá 14:30 í dag þar sem seld verða almenn gjafabréf á viðburði í Menningarhúsinu Hofi og Samkomuhúsinu. Einnig verða til sölu falleg gjafabréf á verkið Litla skrímslið og stóra skrímslið, ásamt bókunum um skrímslin, á sprenghlægilega verkið And Björk of course, þar sem Jón Gnarr og Sveppi eru á meðal leikara, og á ævintýra- og fjölskyldutónleikana Pláneturnar – Ævintýri sólkerfisins þar sem Stjörnu-Sævar heldur uppi fjörinu ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Komið og kíkið á okkur á Glerártorgi í dag og kláraðu að græja allar jólagjafirnar!
Miðasalan í Hofi verður einnig opin alla virka daga vikunnar frá 13-16 auk þess sem einnig verður opið á fimmtudeginum frá 18-20 og á föstudeginum til 22. Á þorláksmessu er miðasalan opin frá 12-20. Lokað er á aðfangadag og á milli jóla og nýjárs.
Miðasalan er svo náttúrulega opin allan sólarhringinn á mak.is