Fara í efni

Gjörningur í Hofi á laugardag

Gjörningahátíðin A! hefst fimmtudaginn 10. Október í tíunda sinn á Akureyri, hátíðin er alþjóðleg og er sú eina sinnar tegundar á Íslandi þar sem einungis er um gjörningalist að ræða.

Í ár eru um 20 listamenn sem taka þátt og er frítt inn á alla viðburði.

Gjörningahátíðin stendur til 12. október en þann dag klukkan 14.30 mun Magnús Helgason framkvæma vélrænan tæknigjörning í Hamragili í Hofi. Gjörningurinn hefur verið í undirbúningi síðan 2018 og hefur að öllum líkindum ekki verið framkvæmdur áður.

Magnús Helgason lærði myndlist í AKI Hollandi og hefur frá 2001 starfað við ýmsa miðla myndlistar. Þetta er hans fyrsti gjörningur.

Gjörningahátíðin A! er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Vídeólistahátíðarinnar Heim, Einkasafnsins, Gilfélagsins, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri.

Heildardagskrá hátíðarinnar má sjá á heimasíðu Listasafns Akureyrar 

Til baka