Glæsileg tónleikaveisla í Hofi á morgun, miðvikudag
18.10.2022
Undanfarin ár hafa blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri haldið glæsilega tónleika í október. Í ár verður ekki síður glæsileg tónleikaveisla þegar C-blásarasveit skólans heldur hausttónleika.
Sveitin Lewisham Concert Band frá London tekur þátt í veislunni. Sveitirnar leika saman og sitt í hvoru lagi efnisskrá sem samanstendur af íslenskri og breskri blásarasveitartónlist auk trompetkonserts eftir Alexander Arutunian.
Einleikari verður Matilda Lloyd sem er margverðlaunuð fyrir trompetleik og eftirsóttur einleikari. Mathilda mun einnig halda masterklass fyrir trompetnemendur Tónlistarskólans á Akureyri á meðan á dvöl hennar stendur.
Viðburðurinn fer fram miðvikudaginn 19. október kl. 19:30 í Hamraborg Hofi og að vanda er ókeypis aðgangur.