Greta Salóme með kynningu fyrir tónleikana
Engin önnur en Greta Salóme heldur kynningu fyrir tónleikana Sú fyrsta og sú síðasta sem fram fara í Menningarhúsinu Hofi kl. 16 á sunnudaginn. Kynningin hefst klukkustund fyrir tónleikana eða klukkan 15.
Á tónleikunum mun hinn heimsþekkti finnski hljómsveitarstjóri, Anna-Maria Helsing, stjórna Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þegar sveitin flytur tvö meistaraverk tónlistarsögunnar; fyrstu sinfóníu nemandans Beethoven og síðustu sinfóníu læriföðursins Haydn.
Greta Salóme, sem einmitt er konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, mun kynna verkin og tónskáldin. Kynningin fer fram á veitingastaðnum Garún í Hofi. Eins og áður segir hefst kynningin klukkustund fyrir tónleikana. Öll velkomin.
Miðarnir á tónleikana rjúka út svo nú fer hver að verða síðastur til að tryggja sér miða.