Fara í efni

Grímuskylda á viðburðum

Vegna hertra sóttvarnareglna verður skylt að bera grímu á viðburðum Menningarfélags Akureyrar frá og með miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns og hafa því ekki áhrif á viðburði Menningarfélagsins, hvorki í Hofi né í Samkomuhúsinu. Börn undir 16 ára þurfa ekki að bera grímu.

Í kvöld fer fram síðasta sýningin af grínsýningunni Fullorðin í Hofi og um helgina fara einnig fram síðustu þrjár sýningarnar af fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur í Samkomuhúsinu. Á laugardeginum fer svo fram Íslandsmótið í fitnessí Hofi.

Gestir eru hvattir til að gæta vel að sínum persónulegu sóttvörnum, spritta og nota grímu þegar við á – við kunnum þetta. Góða helgi!

 

 

Til baka