Gullna hliðið og Söngur hrafnanna tilnefningar til Grímuverðlauna
05.06.2014
Gullna hliðið í uppsetningu Leikfélags Akureyrar hlaut sjö tilnefningar til Grímunnar - Íslensku sviðslistaverðlaunna. Tilnefnt var í flokkunum Sýning ársins, Leikstjóri ársins (Egill Heiðar Anton Pálsson), Leikkona ársins í aðalhlutverki (María Pálsdóttir), Tónlist (Hljómsveitin Eva/Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir), Búningar (Helga Mjöll Oddsdóttir), Sviðsmynd: Egill Ingibergsson og Lýsing: Egill Ingibergsson.
Útvarpsverkið Söngur hrafnanna, samvinnuverkefni Útvarpsleikhússins, Minjasafnsins á Akureyri og LA, hlaut tilnefningu í flokknum Útvarpsverk ársins.