Fara í efni

Hæfileikabúnt í búnkum! Prufur fyrir Lísu í Undralandi

Hæfileikabúnt í bunkum í láréttri réttstöðu
Hæfileikabúnt í bunkum í láréttri réttstöðu

Mun fleiri mættuí prufurnarsem höfðu vinnuheitið "Akureyri got talent!"en við þorðum að vona og þó svo að við vissum að einhver hæfileikabúnt byggju á Akureyri þá grunaði okkur ekki að þau væru svona mörg!
Nokkur ný andlit voru í hópnum en skemmtilegt var að sjá að flestir í hópnum höfðu farið í gegnum leiklistarskóla LA og sýnir það svo ekki verði um villst að sá ágæti skóli er greinilega að virka!
Með prufunum fengum við að sjá hvernig leikararnir ungu störfuðu saman í hóp, hvernig hreyfingar þeirra væru og rödd. Þetta var frábær hópur en þar sem einungis örfá hlutverk voru í boði þurftum við að velja, og hafna. Margir hæfileikaríkir ungleikarar þurftu því frá að hverfa í þetta skiptið en eitthvað segir mér að við eigum eftir að sjá meira af þeim í framtíðinni! Við þökkum þeim fyrir og vonum að þeir starfi með okkur í framtíðinni.

Þau sex sem til voru kölluð heita: Bjarklind Ásta, Elísa Ýrr, Ólafur Ingi, Sara María, Sóley Dögg og Sunneva. Okkur hlakkar ótrúlega til að byrja að vinna með þeim og frumsýna svo Lísuna okkar í febrúar.

Listrænir stjórnendur Lísu í Undralandi

Hér má svo kaupa miða á tilboði sem gildir til áramóta. 

Til baka