Fara í efni

Hæfileikakeppni Akureyrar fer fram í Hofi í dag

Hæfileikakeppni Akureyrar 2023 fer fram í Hofi í dag en viðburðurinn markar upphaf Barnamenningarhátíðar í Hofi. Um stórskemmtilega og fjölbreytta keppni fyrir börn í 5.-10. bekk er að ræða. Með viðburðinum er unnið með styrkleika og hæfileika barna og unglinga en keppnin getur líka verið vettvangur fyrir krakkana til að koma sér á framfæri þótt fyrst og fremst snýst þetta um að stíga út fyrir þægindarammann sinn. 

Yfir 30 atriði eru skráð. Enginn aðgangseyri er inn á keppnina og eru öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Húsið opnar kl. 15.30.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Til baka