Fara í efni

Hannes og Smári í Borgarleikhúsinu

Á morgun, föstudaginn 7. október kl 20, er frumsýning á samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins á gamanleiknum Hannes & Smári.  Hárbeittur húmor þar sem "annað sjálf" hinna kraftmiklu leikkvenna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur í hlutverkum þeirra Hannesar og Smára fer á flug í glænýrri sýningu í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar, leikhússtjóra LA.

Sala sýninga gengur glimrandi vel. Norðlendingar og nærsveitarfólk berja þá augum í nóvember í Samkomuhúsinu. Fyrsta sýningahelgi þeirra á Akureyri verður 18. og  19. nóvember kl. 20. Þeir lofa "listrænum rússíbana" og "eldfjörugri kvöldstund með leiklist, ljóðum, bardagalist og frumsaminni óútgefinni tónlist.

Við óskum þeim Hannesi og Smára góðs gengis í Borgarleikhúsinu um leið og við minnum á að hægt er að nálgast miða á sýningu þeirra félaga hér í nóvember á mak.is. 

Í tengslum við sýninguna gefa þeir Hannes og Smári út splunkunýjan geisladisk sem ber nafnið „Kíldu myg kaldann“ og er til sölu í forsal Samkomuhússins á 2200 krónur.

Til baka