Fara í efni

Hárið

Hárið er fyrsti stóri rokksöngleikurinn og hefur að bera mörg af þekktustu söngleikjalögum allra tíma, þar á meðal; Að eilífu, Blikandi stjörnur, Lifi ljósið og titillag verksins; Hár!

Sýningin er sett upp af leikhópnum Silfurtunglinu, þar sem koma saman margir af bestu söngvurum landsins og ljá hrífandi persónum lífi með leik og söng. Ekki missa af þessari einstöku sýningu - áhorfendur enda dansandi uppi á sviði með leikurum og fara heim með sól í hjarta!

Hægt er að kaupa miða í sæti eða lautina en sama miðaverð er á báða staðina: sætin eru umhverfis sviðið en í lautinni eru þægindin í fyrirrúmi á teppum og púðum í nánd við leikarana - áhorfandinn upplifir þannig hina sannkölluðu „Woodstock“ stemningu.

Miðaverð er 3.950.-

MAKE LOVE NOT WAR

Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson
Leikmynd: R. Mekkín Ragnarsdóttir

Leikarar og söngvarar:
Berger: Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Claude: Matthías Matthíasson
Hud: Magni Ásgeirsson
Sheila: Jana María Guðmundsdóttir
Jeanie: Erna Hrönn Ólafsdóttir
Dionne: Ólöf Jara Skagfjörð
Voffi: Pétur Örn Guðmundsson

Hljómsveit:

Gítar: Hallgrímur Ingvi Jónasson
Bassi: Stefán Gunnarsson
Trommur: Valgarður Óli Ómarsson

Vinsamlegast athugið að sýningin er ekki við hæfi yngri barna.

Til baka