Hátíðardagskrá í tilefni afmælis Hofs
Það er okkur sönn ánægja að bjóða þér til hátíðardagskrár í tilefni 10+1 árs afmælis Menningarhússins Hofs sunnudaginn 29. ágúst kl. 13 í Hamraborg.
Dagskrá:
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Eva Hrund Einarsdóttir formaður stjórnar Menningarfélags Akureyrar
Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson forsvarsmaður SinfoniaNord
Tónlistaratriði úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Tónlistaratriði úr fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfi í uppfærslu Leikfélag Akureyrar
Kynnir: Björgvin Franz Gíslason
Vegna samkomutakmarkana er sætafjöldi takmarkaður. Frítt er inn á viðburðinn. Tryggðu þér miða hér á síðunni.
Með afmæliskveðju
Starfsfólk Menningarfélags Akureyrar