Hátíðartónleikar Sveins Dúa og Jóns Svavars
Miðaverð aðeins 1.500 kr.
Um flytjendur
Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór
...og Akureyringur með meiru hefur þrátt fyrir ungan aldur komið fram sem einsöngvari víða um Ísland og erlendis. Hér heima ber hæst að
nefna fjölmarga tónleika með Karlakór Reykjavíkur. En á síðustu plötu kórsins syngur Sveinn titillag plötunnar „Áfram veginn". Hann söng hlutverk Ferrandos í „Cosi van
tutte" eftir Mozart í Óperustúdíói Ísl. óperunnar 2008. Erlendis hefur Sveinn einnig getið sér gott orð. Hann leggur nú
lokahönd á nám við Tónlistarháskóla Vínarborgar ásamt því að sinna einsöngsverkefnum víða um heim. þar
ber hæst að nefna tónleika í mars síðastliðnum í Musikverein í Vínarborg, allnokkrar messur og tónleikar víða um
Austurríki, tónleikaferð til Suður Kóreu með Ensemble des Wiener Staatsoper chores. Í ágúst síðastliðin söng hann hlutverk
Itulbos í óperunni „Il pirata" eftir V. Bellini í Basel á vegum Opera Riehen.
Jón Svavar Jósefsson barítón
„Sjaldan hefur undirritaður upplifað jafnfjölbreytta og víðfeðma túlkun jafnungs söngdebútants, hvort heldur á alþjóðlega
kunnum óperuaríum sem íslenzkum gullaldarsönglögum, og hér var í boði. Lífleg leikræn sviðsframkoma, inntakshlaðin
textatúlkun, víðfeðmt styrkleikasvið og litrík tónbeiting, að ógleymdum tandurskýrum framburði – allt lagðist það
á eitt um að tjá öllum nærstöddum með sjötommunöglum að hér voru á ferð hæfileikar sem ættu mikið í
vændum með sama framhaldi,“ skrifaði Ríkharður Örn Pálsson gagnrýnandi Morgunblaðsins eftir einsöngs-tónleika sem Jón Svavar
Jósefsson hélt í Salnum í nóvember 2007. Jón Svavar Jósefsson útskrifaðist frá óperudeild Universität für Musik und
darstellende Kunst Wien í júní 2007. Hann hefur sótt fjölda námskeiða í söng og sviðslistum á Íslandi, Belgíu og
Austurríki. Jón hefur haldið marga einsöngstónleika og komið víða fram, á Íslandi sem og annars staðar.
Vorið 2008 söng Jón Svavar hlutverk Gulglielmos úr óperunni Cosí fan tutte eftir W. A. Mozart með Óperustúdíói Íslensku Óperunnar. Veturinn 2010 söng Jón einsöng með Sinfoníuhljómsveit Íslands sem hann mun aftur syngja með í haust.
Helga Bryndís Magnúsdóttir
Hefur haldið fjölda einleikstónleika, kammertónleika, leikið einleik með hljómsveitum, með einsöngvurum, kammersveitum og kórum. Hún
hefur leikið inná geisladiska og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Hún býr á Dalvík og starfar einnig sem organisti og
kórstjóri