Heimferð - Örleikhúsupplifun í hjólhýsi fyrir framan Hof
Sýningin Heimferð verður fyrir utan Hof 4. og 5. júní.
Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í hjólhýsi fyrir lítinn áhorfendahóp í senn. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi.
Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörgþúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim.
Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi Eyrarrósarinnar.
Heimferð verður sýnd á Hvammstanga, Akureyri, Rifi, Akranesi, Borgarnesi, í Iðnó, Gerðubergi og Elliðaárdal. Miðasala á sýninguna á Akureyri er hér.