Fara í efni

Hjónabandssæla

Edda Björgvins og Laddi leika nú saman á ný en þau gerðu garðinn frægan á sínum tíma í metsölumyndinni Stella í orlofi. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir.

Hinrik og Lísa eru miðaldra hjón sem hafa verið gift í tuttugu og fimm ár. Ástareldurinn hefur kulnað, aukakílóin virðast komin til að vera á meðan hárin hverfa eða birtast á nýjum og óspennandi stöðum.  Kynlífið er komið á endastöð en til að fá hjólin til að snúast aftur sannfærir Lísa Hinrik um að eyða með sér helgi á hóteli til að blása nýjum glæðum í hjónabandið. En þegar Lísa fer að draga Hinrik á tálar er eitt og annað sem dregst fram í dagsljósið og um leið og fötunum fækkar hverfa hömlurnar og átökin magnast.

Um höfundinn:

Michele Riml er þekkt leikskáld frá Vancouver í Kanada. Hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og verk hennar hafa verið sýnd víða um Kanada og Bandaríkin svo sem í Globe Theatre, The Grand, The Arts Club Theater og víðar. Meðal verka hennar eru „Miss Teen“, „Under the Influence“ og „RAGE“ sem hlaut hin virtu Sydney Risk verðlaun sem besta frumsamda leikverkið árið 2005. Hið þekkta „Poster Boys“, var frumsýnt í Arts Club leikhúsinu 2008 og sló strax rækilega í gegn. Leikrit hennar sem sérstaklega eru ætluð fyrir yngri kynslóðina hafa jafnframt verið sett upp víða og fengið frábæra dóma. Michele var tilnefnd til hinna virtu Siminovitch verðlauna árið 2008.

Til baka