Hlátur, hugmyndir og húrrandi fjör
27.04.2018
Það verður boðið upp á fjölbreyttan menningarkokkteil í Samkomuhúsinu og Hofi um helgina.
Í Samkomuhúsinu sýnir Leikfélag Akureyrar frussandi fyndna gamanleikinn Sjeikspír eins og hann leggur sig! í allra síðasta skipti í kvöld, föstudagskvöld.
Á laugardag opnar Guðmundur Ármann sýningu sína, Hugmyndir, í Hofi. Við opnunina flytur Guðlaugur Viktorsson tónlist.
Hof breytist svo í Rauðu mylluna (Moulin Rouge) á laugardagskvöld, en mikið er um dýrðir í þessari fjörugu tónleikasýningu.
Á sunnudag verður svo vor í lofti í Hofi, þegar Margrét Árnadóttir sópran og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja þýsk, íslensk og norræn ljóð sem tengjast blómum og vorinu á einhvern hátt.