Fara í efni

Hljóðritun frá hátíðartónleikum

Mynd: Daníel Starrason
Mynd: Daníel Starrason

Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða sendir út á Rás 1 sunnudaginn 7. apríl klukkan 16.05.

Á tónleikunum, sem fram fóru í Hofi sunnudaginn 24. mars fyrir fullu húsi, fagnaði sinfóníuhljómsveitin 25 ára afmæli og mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, opnaði formlega kvikmyndtónlistarverkefnið SinfoniaNord. Hljómsveitarstjóri var Guðmundur Óli Gunnarsson en dóttir hans, Hrafnhildur Marta, sellóleikari var einleikari. Flutt voru verk eftir Atla Örvarsson kvikmyndatónskáld, Rimsky-Korsakov og Antonín Dvořák.

Tónleikunum verður útvarpað á sunnudaginn strax eftir síðdegisfréttir. 

 

 

Til baka