Fara í efni

Hof hljómar betur

Þessa dagana eru tæknimenn Menningarfélags Akureyrar á fullu að koma upp nýju hljóðkerfi í aðalsal Hofs, Hamraborg.

Hljóðkerfið sem um ræðir er framleitt af Martin Audio og þykir eitt það besta á markaðnum í dag. Af mörgum viðburðahöldurum og tónleikahúsum um heim allann má nefna að Glastonbury tónlistarhátíðin keyrir sína viðburði á kerfi frá sama framleiðanda.

Hljómburðurinn í Hamraborg þykir einstaklega góður og verður hann enn betri þegar að nýja kerfið verður komið upp. Stefnt er á að fyrsta keyrsla verði þegar Herra Hnetusmjör heldur fjölskyldutónleika í Hamraborg laugardaginn 16. nóv. Kl. 17.

Til baka