Fara í efni

Hugljúf Harpa í Hofi

Húsfyllir var í Hömrum í Hofi þegar spáný Harpa var vígð síðastliðinn sunnudag. Elísabet Waage flutti þar mörg merk verk, ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, samin fyrir Hörpu . Mikil ánægja var með þessa fallegu dagstund sem skapaðist og má fullyrða að áhorfendur hafi fræðst heilmikið um þetta merkilega hljóðfæri í tónum sem og tali. 

Harpan var gjöf til Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Tónlistarskóla Akureyrar og er það mikil breyting fyrir starfsemina að geta verið með slíkt hljóðfæri í húsi. bæði vegna kennslu sem og tónleikahalds. 

Unnur Anna var á staðnum og greip augnablikið í gegnum linsu ljósmyndavélarinnar.

Til baka