Fara í efni

HÚN PABBI 9.-10. SEPTEMBER

Hún pabbi er gestasýning LA
Hún pabbi er gestasýning LA

Hún pabbi er einlægur einleikur um óvanalegt samband föður og sonar. Hún pabbi er gestasýning LA og er sýnt í Samkomuhúsinu um næstu helgi og verða aðeins tvær sýningar 9. og 10. september.  

"Innst inni vissi Hannes að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Dag einn breyttist allt. Pabbi hans lét sig einfaldlega hverfa og varð Anna Margrét Grétarsdóttir, þá 57 ára gömul." 

Hannes Óli Ágústsson leikari upplifði aldrei nánd við föður sinn. Í æsku öfundaði hann leikfélagana af sambandi þeirra við feður sína. Hannes vildi bara „venjulegan pabba" en faðir hans var fjarlægur þrátt fyrir að vera til staðar. Innst inni vissi Hannes að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Dag einn breyttist allt. Pabbi hans lét sig einfaldlega hverfa og varð Anna Margrét Grétarsdóttir, þá 57 ára gömul. Hún tilkynnti eiginkonu sinni til 30 ára og börnum sínum tveimur að hún væri í raun ekki sá sem þau héldu öll þessi ár. Hún var ekki Ágúst Már, heldur Anna Margrét. 

 Úr dómum

„Afhjúpandi sýning sem er í senn sorgleg, hjartnæm og bráðfyndin"  SJ, Fréttablaðið

„Ótrúlega falleg" - BL Kastljós

„Hvað eftir annað grípur maður beinlínis andann á lofti frammi fyrir kúnst lýsingarinnar"  - MK Víðsjá

„Boðskapur sýningarinnar er bæði skýr og fallegur, þorum að standa með sjálfum okkur og vera sú manneskja sem við erum"  - SBH Mbl.

 

 

Til baka