Fara í efni

Hvað ef?

Hvað Ef? Skemmtifræðsla, er uppistand fyrir unglinga, foreldra og kennara um mörg þau málefni og freistingar sem ungt fólk stendur frammi fyrir á hverjum degi. Hvað Ef? fjallar um viðkvæm mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál á skemmtilegan og nýstárlegan hátt.

Flytjendur eru þau Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Ævar Þór Benediktsson. Leikstjóri er Gunnar Sigurðsson.

Kvöldsýningar fyrir foreldra og aðra áhugasama
Sérstakar sýningar kl. 20.00 báða dagana fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa. Geta foreldrar eða félög haft samband við Grétu Kristjánsdóttur gretak@akureyri.is eða Eyrúnu Rafnsdóttur eyrun@dalvik.is til að fá nánari upplýsingar.

Íslandsbanki á Akureyri hefur ákveðið að bjóða 9. og 10. bekkjum grunnskóla á Akureyri og í nærsveitum að koma og sjá sýninguna. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Til baka