Fara í efni

Hver vill hugga krílið? í Hofi

Tónverkið Hver vill hugga krílið? fer fram í Menningarhúsinu Hofi 27. mars. Verkið er eftir Olivier Manoury og er samið við sögu Tove Jansson í þýðingu Þórarins Eldjárn. Ævintýrið segir frá litlum dreng sem býr einn úti í skógi. Litríkum myndum Tove Jansson er varpað upp á meðan á flutningi verksins stendur.

Verkið tekur um 40 mínútur í flutningi og er við hæfi barna á öllum aldri.

Kórarnir sem syngja eru: Barnakórar Akureyrarkirkju stjórnandi Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju stjórnandi Margrét Árnadóttir. Sögumaður er Eyjólfur Eyjólfsson

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð.

 Miðasala er hér.

Til baka